Botn:
175 g hveiti og 100 g smjör mulið saman og 4-5 matskeiðar kalt vatn bætt við og þetta sett í kæli.
Fylling:
60 g smjör og 150 g síróp brætt saman og látið kólna.
3 egg, 3/4 dl sykur og 1 tsk vanilludropar hrært saman.
Þessu tvennu svo hrært saman.
100 gr pekanhnetur/valhnetur grófsaxaðar (fínt að skilja eftir nokkar hnetur til skrauts).
2/3 af botninum er sett í form og látin ná aðeins upp á hliðarnar, fyllingunni hellt ofan í og hnetunum dreift yfir. Restin af botninum raðað í fallegum strimlum yfir fyllinguna, strimlarnir penslaðir með mjólk eða eggi og hneturnar settar ofan á til skrauts.
Bakað við 180-200°C í 35-40 mín.
Þá ætti að koma út fíneríis kaka, vonandi smakkast vel :)
Thursday, March 11, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment