Hér er gróf þýðing af uppskriftinni sem ég notaði, plús það sem ég bætti við. Hér er upprunalega uppskriftin
http://www.taste.com.au/recipes/22316/baked+mushroom+risotto

Innihald http://www.taste.com.au/recipes/22316/baked+mushroom+risotto

3 cups grænmetissoð (grænmetiskraftur soðinn í vatni)
50 smjör
400 sveppir
1 laukur
2-3 hvítlauksrif, kramin í hvítlaukspressu
2 cups arborio hrísgrjón
1/2 cup þurrt hvítvín (ég gleymdi að kaupa hvítvín svo ég setti bara eina teskeið af hrísgrjónaediki út í, mamma sagði að það væri líka hægt að nota smá sítrónusafa og örugglega líka bara hvítt borðedik)
1/3 cup parmesan ostur
1/3 cup graslaukur eða vorlaukur, saxaður
500 g kjúklingalundir, skornar í litla bita
Method
Hitið ofninn í 180°C (eða 160°C blásturs). Leysið grænmetiskraftsteninga upp í 1 L af vatni í potti, náið upp suðu og lækkið þá hitann. Látið haldast heitt á hellunni þangað til síðar.
Snöggsteikið kjúklingabitana þannig að þeir lokist, geymið svo á diski.
Bræðið helminginn af smjörinu og steikið sveppina í 3-4 mínútur á háum hita, færið svo á disk. Lækkið hitann í medium, steikið lauk og hvítlauk í 2-3 mínútur. Setjið hrísgrjónin út í og hrærið í 1 mín. Bætið við hvítvíni, náið upp suðu, hrærið í ca 2 mín eða þar til vökvinn hefur gufað upp að mestu leyti.
Flytjið í eldfast mót, hrærið heitu grænmetissoðinu, sveppunum og kjúkling út í, hyljið með álpappír og bakið í ofni í 25 mín, hrærið við og við (passið ykkur samt að brenna ykkur ekki...).
Takið álpappírinn af og bakið í 5 mín í viðbót. Takið út, hrærið parmesan osti og graslauk/vorlauk saman við og voila, tilbúið :)
ATH ég ruglaðist smá þegar ég var að gera þetta og í staðinn fyrir að hella öllu soðinu á þá hellti ég því út í í smá skömmtum meðan ég var með þetta á pönnunni og lét það dragast inn í hrísgrjónin að mestu leyti, og setti svo í eldfasta mótið. Kemur örugglega út á það sama.
Svo eru til endalausar útgáfur af risotto, örugglega hægt að setja hvað sem er út í sem manni finnst gott. Hér eru t.d. fleiri hugmyndir http://www.taste.com.au/search-recipes/?q=risotto&publication=
No comments:
Post a Comment