Tuesday, March 16, 2010

Grænmetislasagne

Fyrir 6 manns

Sósa:
1 msk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
1-2 hvítlauksrif, söxuð
4 msk tómatmauk (puré)
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk oregano
1 tsk rósmarín
3 dl vatn
grænmetið er sirka 200 gr:
blómkál
brokkolí
kúrbítur (ég notaði avocado)
(líka hægt að nota sveppi)
200 gr niðursoðnar kjúklingabaunir
1 pakki grænt lasagne (ég notaði eggjalasagne hjá ykkur)
500 gr kotasæla

Aðferð:
Byrjið á að laga sósuna. Svitið saman lauk og hvítlauk og bætið síðan tómatmaukinu út í ásamt oregano og rósmarín. Bætið niðursoðnum tómötum saman við ásamt vatni og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur. Steikið grænmetið á pönnu í olíu og blandið í sósuna ásamt kjúklingabaunum. Látið sjóða í 2-3 mínútur.
Síðan er öllu raðað saman á eftirfarandi hátt:
Kotasæla
rifinn gratínostur
lasagneplötur
grænmetisblanda
lasagneplötur
kotasæla
rifinn gratínostur
grænmetisblanda
lasagneplötur
kotasæla
rifinn gratínostur
grænmetisblanda
Setjið síðan konfekttómata ofan á og ost ef þið viljið og bakið við 180°C í 30-40 mín

Það fer svo eftir fatinu sem þið setjið þetta í hversu mörg lög þið náið að gera. Held að aðalatriðið sé að grænmetisblandan sé efst og kotasælan neðst.

Verði ykkur að góðu
Hafdís :)

No comments:

Post a Comment

Followers