Ég gerði helminginn af þessari uppskrift fyrir ykkur
1 kg hveiti
21 gr. þurrger
30 gr. sykur
30 gr. salt
625 ml volgt vatn
4-5 marin hvítlauksrif
nokkrir rósmarín stönglar
2 dl ólífuolía
Lýsing:
Byrjað á því að búa til olíuna, hvítlaukurinn og rósmarínstönglarnir settir út í ólífuolíuna og látið standa.
Ger og sykur er leyst upp í helmingi af vatninu. Hveiti og salti blandað saman og því næst er gerblöndunni bætt útí. Afgangurinn af vatninu er svo sett út í þar til deigið er frekar blautt. Deigið er látið hefast í um 1 klst. Næst er deiginu skipt í tvennt og flett út og sett á tvær ofnplötur. Olíunni er svo penslað á og grófu salti stráð yfir og þannig látið hefast aftur í 30-60 mín. Ég skar svo smá í deigið og myndaði bita svo auðveldara væri að skera það eftir á. Svo er það bakað í ofni við 250°C í um 15 mínútur.
Það fer alveg eftir ofn og hvort notaður er blástur hve lengi þarf að baka, bara að fylgjast með brauðinu þannig að það verði gullinbrúnt :)
Ég vil að við skrifum undir hver sé að setja inn uppskriftirnar svona til gamans :)
Hafdís
Tuesday, March 16, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment