Tuesday, March 16, 2010

Orku-hafraklattar Hafdísar

Ég bolla en það á að vera held ég 2,5 dl
Fyrst blanda ég saman:

1 bolli spelt
3/4 bolli haframjöl
1/4 bolli múslí (granóla) - má sleppa
1/2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
3 tsk hrásykur (svolítið frjálst)

svo
1 msk Agaves sýróp
3 msk jurtaolía
1 egg

svo set ég eiginlega bara það sem er til í skápnum, samt möst að hafa einhverskonar þurrkaða ávexti og einhverjar hnetur. Það væri líka hægt að setja súkkulaði bita.
1/3-1/2 bolli rúsínur
1/4 bolli möndlur (saxaðar)
1/4 bolli hnetur (saxaðar)
1/4 bolli sesamfræ

Öllu hrært saman og ef þetta er of þurrt má bæta við 2-3 msk léttmjólk
Stærðin á kökunum getur verið litlar smákökur eða eins og hafrakökur í bakaríum.
Ég baka þær við 150°C í 25-30 mín og fæ þær stökkar en það er líka hægt að baka þær við 180°C í 15-20 mín.

Þetta eru ótrúlega hollir og orku miklir hafra klattar :)
Hafdís






No comments:

Post a Comment

Followers