Wednesday, February 10, 2010

Fylltar kjúklingabringur


Humm ég skal prófa ;)

Búa til mauk með einhverju góðu til að fylla kjúklinginn, ég setti þetta í maukið:
Sveppi
rautt pestó
fetaost
ólífur
hvítlauk

búa til gat á kjúklingabringurnar og troða þessu inní, setja kjúklinginn í eldfast mót og restina af maukinu í kringum. Smyrja kjúklinginn með sterku sinnepi.

Setja svo inn í ofn í ca hálf tíma eða þangað til að kjúklingurinn er tilbúin.

Tuesday, February 9, 2010

Páskamission

Þegar ég var í Ástralíu voru svona rúsínubollur út um allt á páskunum, hot cross buns. Þær voru sko uppáhaldið mitt og ég var hámandi þetta í mig allan tímann meðan þetta var til í búðunum... Núna er missionið mitt þessa páska að prófa að baka svona, skal segja ykkur hvernig það fer!



Annars vil ég fara að sjá eitthvað af uppskriftum hingað inn... ;)

Wednesday, February 3, 2010

Kókoseftirréttur

Hæhæ!
Fyrsta færslan mín er eftirréttafærsla og þeir eru sko ekkert hollir. Hafdís fær að sjá um þá deild, amk í bili ;)
Fékk þennan eftirrétt í vinnunni í gær þegar ein konan átti afmæli, hann var svo góður að allir vildu fá uppskrift og hún sendi hana til okkar. Þetta var svona epla, kanil og súkkulaðirúsínu grunnur með kókosbollum ofan á og hitað í ofni, borið fram með vanilluís. Þetta var á pdf formi svo vonandi sést uppskriftin þótt ég setji hana bara sem mynd!


Svo ætla ég líka að setja inn uppáhalds súkkulaðikökuna mína, en sú uppskrift er frá mömmu Bjössa. Ég smakkaði hana einhvern tíma í sumar og fannst hún svo góð að ég fékk uppskriftina áður en ég kom með afmæliköku í vinnuna. Þetta er reyndar bara venjuleg skúffukaka en þá reyndar stækkaði ég aðeins uppskriftina, gerði þrjá kringlótta botna og bjó til svona þriggja hæða köku sem sló í gegn í vinnunni ;) Eina sem var að var að kremið var smá tricky, það skildist pínu í sundur hjá mér. Mamma sagði mér eitthvað trix við því sem ég er reyndar búin að gleyma, en þetta er eitthvað út af því að maður er að hita súkkulaði í kremið.


kakan:
100g kakó
5dl sjóðandi vatn
180gr smjör, mjúkt
130-150gr púðursykur
220g sykur
4 stór egg
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
2tsk matarsódi
400g hveiti2
tsk vanilludropar

Setjið kakó í skál, hellið sjóðandi vatni yfir og hrærið vel saman. Kælið. Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið 40x35 cm stóra ofnskúffu með smjöri eða olíu. Hrærið smjör,púðursykur, sykur, egg og salt vel saman. Sigtið hveiti, lyftiduft og matarsódasaman. bætið hveitinu og kakóinu út í ásamt vanilludropunum og blandið saman (gæta þess að ofhræra ekki, blanda bara vel saman). Hellið deiginu í ofnskúffu og bakiðkökuna í 25-30 mín, eða þar til hún losnar frá bökkunum og hættir að hvissa í henni. kælið kökuna

krem :
150g suðusúkkulaði
180g smjör
250-300g flórsykur, sigtaður
1 tsk. vanilludropar
1,5-2 dl kókosmjöl

Bræðið varlega saman súkkulaði og smjör. Setjið í skál og hrærið flórsykur út í þar til það fer að þykkna. Bragðbætið með vanilludropum. Smyrjið kreminu yfir kökuna og stráið kókosmjöli yfir.

Monday, February 1, 2010

Test

Jess... nú getum við farið að hlaða inn uppskriftum ;) Bæði úr matarklúbbshittingum og líka ef okkur langar að deila einhverjum fleiri uppskriftum!!

go wild

valborg

Followers